Wednesday, October 30, 2013

Skemmtilegt á sterum

Fyrir og eftir meðferð tek ég stera til að halda aukverkunum niðri. Einnig tek ég ógleðislyf sem virðast vera að virka ágætlega.

Álfhildur, Bjarney Sif og Agnes hostess with the mostess!
Fór til dæmis í 3ja rétta hádegismat hjá Agnesi samstarfskonu minni (FSu) í gær og gat alveg borðað alla réttina án vandræða. Úff þetta var reyndar einn flottasti hádegismatur fyrr og síðar og því eins gott að ég gat borðað ;-) Takk elsku Agnes og kæru samstarfskonur fyrir samveruna og stuðninginn!
Súkkulaði mús með hvítu súkkulaði,
hindberjum og lakkrís.

Sterarnir hafa aukaverkanir og sumt fólk fer hátt upp. Þrífur allt hátt og lágt heima hjá sér. Fer í tryllingslega innkaupaleiðangra í Kringluna og kemur heim með alls konar óþarfa. Því miður hef ég ekki lent í þessu enn þá. Fór reyndar eftir síðast tvöfalda kúr (þeir eru á 3ja vikna fresti) og dró mömmu með mér í góðan Kringluleiðangur. Fann virkilega þörf fyrir að komast þangað. En kom ekki hlaðinn heim. Guðmundi og föður mínum til nokkrar ánægju. (note to self - á inni tryllingslega innkaupaferð).

Ég meina hvað er gamanið ef maður getur grætt aðeins á þessu?


Því miður hafa sterarnir einungis gert það að verkum að ég á erfitt með svefn en næst ætti ég stökkva fram úr og taka til í skápum eða gera eitthvað gagn. Eða ekki.

1 comment:

  1. Þú átt þetta inni næst þegar þú kemur í tryllingslega skemmtilega ferð til mín til Köben :)

    ReplyDelete