Monday, October 21, 2013

Mánudagur til meðferðar

Mamma fékk að fylgja í dag. Við ræddum um förukonur á Austfjörðum á meðan mamma prjónaði og ég lék mér í candy crush. Svo tók við æsispennandi öku- og kaffihúsaferð. Mamma kemur mér á óvart í ökuhæfni (sérstaklega þegar hún leggur í bílskýlinu en margir þekkja vel vandann við að leggja - almennt séð). En það sem truflaði mig helst var sólin - svo lág þið skiljið. Nú vill móðir mín að ég horfi á spaugstofumenn. Alþingi er í fríi vegna kjördæmaheimsókna. Svo veltum við auðvitað fyrir okkur hvar Sigmundur er. Það er efni í aðra færslu.

15 comments:

  1. Mín kæra. Hugsa til þín og ykkar. Batakveðjur...

    ReplyDelete
  2. Baráttukveðjur og knus elsku GB, sendi þér alla mína bestu straum og er viss um að þín saga verði góð saga<3

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk elsku Svala! Við ætlum okkur ekkert annað :-) Nú þarf bara að gera eitthvað róttækt í læknamálum. Svo er spurning um að plana ferð til Paris.. er það ekki voða heilandi, nærandi og græðandi? ;-)

      Delete
  3. Þú hefur alltaf verið frábær penni og gaman að lesa færslurnar þínar og sjá myndirnar. Mér finnst þið mægðurnar ekkert hafa breyst ;) Baráttukveðjur
    Helga Sigrún

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk elsku vinkona fyrir falleg orð og kveðjuna :-) Þykir undurvænt um það og um þig! Knús til Eyja.

      Delete
  4. Takk fyrir að gefa okkur hlutdeild í "lífsmeðferðinni" elsku Guðrún Birna, þú kemur þessu svo vel til skila í skrifunum. Vekur bæði bros og tár .... en þannig er lífið í hnotskurn.
    PS alltaf gaman að uppgötva leynda hæfileika hjá nánustu .... jafnvel þó það sé snilligáfa í bakki .... knús frá okkur á Illugagötunni

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk elsku Guðný fyrir falleg orð. Jú jú mamma leynir á sér en hún sjálf er ansi trúuð á eigin ökuhæfni. Dóttir hennar stundum ekki alveg eins ;-) Kær kveðja og knús til ykkar Stjána!

      Delete
  5. Bestu kveðjur til þín kæra Guðrún Birna í þinni baráttu. Ásta Möller

    ReplyDelete
  6. Snillingur GB, svo gaman að lesa skrifin þín, get líka vottað það að ferð til parísar er voða heilandi, nærandi og græðandi :) knús Guðrún H

    ReplyDelete
  7. Þú ert svo góður penni GB! Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með á þessum vettvangi. Heyrumst fljótt.
    Knús,
    Hjördís Gulla.

    ReplyDelete
  8. æðislegt blogg og þið algjörar snúllur

    ReplyDelete