Monday, November 11, 2013

Öll vandamál heimsins leyst

Enn einn yndislegur mánudagur. Vinkonur mínar eiga allan heiður af því hvað mánudagarnir eru góðir dagar. Þó veðrið hafi verið vont þá lét ég ekkert stoppa mig í að fara í gjöfina mína. Anna Kr. kom með mér í dag í fyrsta skiptið. Mikið er ég lánsöm að eiga þessar dásamlegu vinkonur. Ég hlakka alltaf til að hitta þær og eiga góða stund og stundum finnst okkur þetta taka aðeins of stuttan tíma... hlæjum og leikum okkur með myndavélina. Við Anna ræddum stjórnmál og uppeldi og leystum öll mál eins og við erum vanar. Við trítuðum okkur líka aðeins... smá kaffi og hollusta! Ekkert mjög óhollt enda erum við ofboðslega samkvæmar sjálfum okkur og förum eftir því sem við segjum. At all times. Segjum að við séum mjög pirr þegar karlarnir koma heim með kandí... alveg fjúkandi vondar, en komum svo kannski sjálfar heim með kandí næsta dag. Það gerist auðvitað ekki. Nema stundum. En næstum alltaf mjög samkvæmar sjálfum okkur.

Hjúkkan mín spurði mig hvernig mér hafi liðið eftir síðustu gjöf og þegar ég sagði henni að ég hefði farið í leikfimi um kvöldið þá var hún smá hissa. Fór aftur í kvöld og það er alveg geggjað að reyna svoldið á sig. Svo fannst hjúkkunni gaman að sjá enn eina vinkonu mína og spurði mig hvað ég ætti eiginlega margar. Hehe krúttlegt. Ég á náttúrlega fáránlega margar dásamlegar vinkonur og vini og enn eiga þónokkrir eftir að koma með mér! Fá mynd og svona :-)

ELSKA mánudaga!


5 comments:

  1. Æðislegt að heyra hvað þetta eru ljúfir mánudagar hjá þér elsku vinkona :*

    ReplyDelete
  2. Frábærar vinkonur :)
    kveðja Margrét Lára

    ReplyDelete
  3. Dásamlega rík af þessum góðu konum og öðru góðu fólki í kringum þig. Ps. mér finnst stutta hárið vera að fara þér einstaklega vel :)

    ReplyDelete