Monday, November 4, 2013

Leikurinn lítill/stór haus og ökuhæfni sjúklinga

Ih stóð enn eina vaktina og hafði svo ljómandi gaman af (sjá myndir af leiknum little big head). Snakk, kristall, slúður og spjall, Joe and the juice, kaffi to go og skutl á office.

Little Inga var með smá áhyggjur af því að lyfin gætu haft áhrif á ökuhæfni mína þar sem ég var næstum búin að keyra á bíl sem var lagt við hliðina á mínum. Hafði lítið með lyfin að gera. Hef takmarkaða hæfileika í bílastæðastúss. Nema hvað að við ákváðum að kíkja í kringluna og á Joe and the juice. Ég rúnta um bílastæðið og fer nálægt innganginum því samkvæmt kenningu náins ættingja eru oft laus stæði þar. Ég er að segja IH frá kenningunni og vandræðum við að leggja í stæði. Almennt. Hún tekur svona líka undir og samsinnir og segir svo að Já af öllum hennar vinkonum sé ég líklega sú sem er verst að leggja.

3 comments:

  1. jiii hvað þið eruð frábærlega sætar og skemmtilegar. Ekki amalegt að hafa IH með sér :)

    ReplyDelete
  2. hehe frábærar myndir og skemmtilegur leikur :) Sagði IH ekkert hver væri best að leggja í stæði??....verð svekkt ef að hún kýs mig ekki í topp 3. Þið eruð æði!
    Margrét Lára

    ReplyDelete
  3. Ég man nú eftir einu ágætu atviki þar sem þú þurftir að bakka útúr stæði þegar við vorum í bústað, það var nú soldið fyndið :)

    ReplyDelete