Þegar AKG fæddist þá tókum við GFS eftir þessu en vildum ekki ræða það sérstaklega. Barnið var og er með risastór eyru. Og nú eftir að hárið fékk að fjúka sé ég að þetta er allt saman frá mér komið. Ég geri mér grein fyrir að með því að ræða þetta hér munu augu þeirra, sem lesa, beinast að eyrunum mínum og ég mun fá alls konar skemmtileg komment um eyrun. Um það hvort þau séu ekki svo stór eða að fólk brosi til mín með vorkunnarglampa í augunum. Æi greyið, ekki nóg með að hún sé að berjast við krabbamein. Hún er líka með RISAstór eyru.

Ég hef fengið ótrúlega jákvæð og góð viðbrögð við breytingunni. Fólki finnst ég vera töff. Mér finnst ég líka töff en hlakka til að fá nýtt hár, ólitað og ómengað. Þangað til er ég töffari með gleraugu, klúta, hatta, hárkollur eða hvað sem mér dettur í hug. Svo er víst svona krúnurakaðir hausar rosalega í tísku. Sjá meðfylgjandi myndir.




Ég þurfti náttúrulega að skrolla niður og leita að mynd af þessum rosalegu eyrum. Varð reyndar fyrir vonbrigðum, fannst þau frekar aumingjaleg miðað við lýsingarnar.
ReplyDeleteJá pabbi er mjög ósáttur enda er ég víst með hans eyru. Hann telur illa vegið að eyrunum okkar. Þetta var náttúrlega smáaaa ýkjur ;-)
ReplyDeleteEkki hef ég tekið sérstaklega eftir þessum eyrum skvís :) kv Álfhildur
ReplyDelete