Loksins fékk eiginmaður minn að fylgja mér í lyfjagjöf. Hann hefur oftast verið með mér að hitta lækninn en núna fékk hann að vera með í gjöf. Strákarnir og pabbi komu líka við og Elsa frænka.
Þetta var mjög góð stund og gott fyrir strákana að fá að koma og sjá hvað fer fram í þessari margumtöluðu lyfjagjöf og einni af svo mörgum dularfullum ferðum til Reykjavíkur. Guðmundur náði í vatn, gos og mat handa mér og sat hjá mér hress. En þar sem við erum saman 24/7 var ekki eins mikið slúður, spjall og stuð eins og þegar stelpurnar hafa fylgt mér (sorry elsku eiginmaður - þetta verður bara að fá að koma fram). Þær leggja mikinn metnað í að skemmta mér og þegar ég reyndi að útskýra það fyrir GFS þá kom það ekki vel út. Mér fannst samt æði að hafa hann og hann skemmtir mér alla aðra daga og það er náttúrlega mikilvægast í heimi. Gaman saman eru einkunnarorð fjölskyldunnar og eftir því í hvernig tón þetta er sagt má lesa heilan helling úr þeim. GAMAN SAMAN með reiði en ákveðni (hefur án gríns gerst) kallar ekki fram sömu viðbrögð og gaman saman í hressum tón. Þetta þekkja foreldrar sem vilja svo mikið hafa gaman saman og segja börnunum það sem ef til vill vilja bara gera eitthvað allt annað þá stundina. Þetta var dágóður útúrdúr. Aftur í alvöruna.
Mér leið mjög illa þennan dag eftir að ég var komin heim til parents. En ég náði að sofna og vaknaði í þokkalegu ástandi. Niðurstaðan er því sú að ef þetta er það versta - hálfur dagur af mikilli vanlíðan - þá fer ég létt með það og vorkenni mér ekki baun (ekki nema smá þegar mér líður sem verst). Það var óvissan um hvernig og hve lengi vanlíðanin myndi stafa og nú veit ég það og get undirbúið mig fyrir næstu gjöf. (1/4)
Ég segi sjálfri mér og öðrum reglulega að muna að ég er læknuð! Meinið var skorið burt og nú er ég í fyrirbyggjandi meðferð. Það er bjart framundan og góðar stundir.
Þið eruð algerir snillingar - skemmtilegar myndir og það sést að þarna hafði hópurinn það gaman saman.
ReplyDeletebestu kveðjur,
sty
Mín kæra. Hugsum til þín. Endilega láta okkur vita þegar þið eruð á ferðinni, langar svo að fá ykkur í kaffi á Eskivellina :).... Og já, ekkert gaman að slúðra með Gumma ;)
ReplyDeleteKv.
Valdimar V