Tuesday, February 18, 2014

Good times

Ég ætlaði að vera duglegri hér og ekki bara kvabba um kerfið. Stóra sundbolamálið er reyndar stærra mál þar sem reglugerðin tekur út brjóstahöld líka. Vægast sagt ósanngjarnt og réttlætiskennd minni er stórlega misboðið. Mun reyna að koma af stað umfjöllun um málið.

En að öðru. Í gær var næst síðasta skipti af þessari lotu. Leið mun betur í gær en fyrir þrem vikum. Ég finn fyrir meiri andlegri og líkamlegri þreytu og þráðurinn er oft stuttur. Reyni þó eins og ég get að halda ró minni. Ég er viðkvæmari fyrir vanhugsuðum athugasemdum og þoli illa aumingja þú stemningu. Þá er nú gott að eiga góða að. Sæll hvað ég á marga svoleiðis. 

Í gær var stemnngin svona:


 Takk stelpur og sorry starfsfólk og sjúklingar á 11 b. Hló endalaust. Sérstaklega af crazy stalker/photobomber. 

No comments:

Post a Comment