- fara út og labba (labba ekki langt endilega en reyni að fara smá spöl sem oftast).
- horfi á grínþátt - í uppáhaldi eru Modern Family, Big Bang Theory (með strákunum), New Girl og fleira vandað amerískt sjónvarspefni. Hef einnig verið þekkt fyrir að horfa á dæmalaust marga unglingaþætti (Awkward í sérstöku uppáhaldi vegna námsráðgjafans þar sem er geggjuð) og hafa gaman að.
- hlusta á tónlist og nýjast - að búa til playlista - það er ekki lítið skemmtilegt að finna tónlist handa sjálfum sér og búa til lista. Að búa til lista er auðvitað skemmtun í sjálfu sér. Fæ sjaldan nóg af því.
- lesa/hlusta á bækur. Hér á líka við - einfalt er gott. Ekki endilega mestu og bestu skáldsögur veraldar heldur eitthvað sem fær mig til að hlæja, flissa eða vera hrikalega spennt. Hér hafa unglinga-og ævintýrabækur sérstakan sess. Við Þóra vinkona eigum það sameiginlegt að missa okkur yfir unglingadrama í alls kyns myndum - Hunger Games, Harry Potter, Twilight. Elskum'etta allt saman.
- vafra um netið, fara í Candy crush, Quizup eða aðra uppbyggilega og þroskandi leiki.
- síðast en ekki síst að eiga í góðum samskiptum við fjölskyldu og vini. Ég er heppin að eiga ótrúlega skemmtilegt fólk í kringum mig. Börnin mín og eiginmaður geta verið hrikalega skemmtileg og fyndin. Mér finnst alltaf jafn drepfyndið þegar tveggja og hálfs árs barnið neitar að borða og heimtar að horfa á Dóru á meðan hún klípur bræður sína og urrar á foreldrana. Þetta er bráðsmellið. En án gríns þá er ekkert annað í boði en að hafa húmor fyrir þessu öllu saman. Góð samskipti með dass af góðum húmor er besta meðal í heimi. Ég nærist á því að vera með góðu fólki og ef ég er ekki með skemmtilegu fólki (ég sjálf get takmarkað skemmt mér sjálfri - þó kem ég mér stundum á óvart og á það til að hlæja ein með sjálfri mér) þá finn ég að eitthvað þarf að gera og ég hringi eitthvað eða fer á FB og leita uppi skemmtilegheit.
Það er tóm vitleysa að eyða lífinu í vesæld og leiðindum. Lífið er of stutt! Það á að vera skemmtilegt!
Kíkið á þennan fyrirlestur hjá Eddu Björgvins um húmor og hamingju: http://www.fyrirlestrar.is/fyrirlestrar/humor-hamingja-eda-harmur/
(hluti af því að vafra um netið er að finna hvetjandi og nærandi fyrirlestra um t.d. hamingjuna, menntun (já sjúk í þá), uppeldi og jákvæðni.
Hér er myndband um starfsval og að eyða ekki tíma í það sem veitir manni ekki gleði:
No comments:
Post a Comment